Kaupskilmálar Orlofssjóð LÍ

1. Afhending/afgreiðslutími

a. Sé um að ræða kaup á hótelmiða þá þarf sjóðfélagi að framvísa hótelmiða við komu á hótelið.
b. Þegar verslað er á vefnum þá verður til greiðslukvittun með lýsingu á því sem sjóðfélagi var að kaupa.
c. Sé um að ræða kaup á Útilegukorti eða Veiðikorti fær sjóðfélagi vöruna senda á skráð heimilisfang sitt og netfang.

2. Verð á vöru/þjónustu og öllum auka kostnaði

a. Öll verð í vefversluninni eru án virðisaukaskatts, enda allar vörurnar undanþegnar virðisaukaskatti.
b. Verð geta breyst án fyrirvara.
c. Eftirfarandi skilmálar gilda um endurgreiðslu á leigu á orlofshúsum og íbúðum:
-Þurfi sjóðfélagi að afbóka dvöl vegna veikinda eða af öðrum óviðráðanlegum ástæðum, þarf hann að hafa samband við skrifstofu LÍ, símleiðis í 564 4100 eða með tölvupósti gudrun@lis.is og tilkynna um það. Skrifstofa LÍ annast afbókun. Leigist afbókaða tímabilið út aftur fær sjóðfélagi bókaða inneign inná orlofsvefnum fyrir þeim kostnaði sem hann hafði greitt fyrir hina afbókuðu dvöl. Leigist afbókaða tímabilið ekki fær sjóðfélagi enga inneign. Inneign má nota við næstu bókun á orlofsvefnum, enda sést hún þar. Gildi punktastaða um tímabil bókunar leiðréttist hún sjálfkrafa við afbókunina.
d. Önnur kaup á orlofsvefnum eru ekki endurgreidd.


3. Afhendingarskilmálar

a. Afhendingarmáti:

b. Afhendingartími:

c. Flutningsaðili:

d. Sendingarkostnaður:


4. Trúnaður

a. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

b. Sendingar úr orlofskerfi LÍ nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu og netfang til að útbúa viðeigandi skilaboð fyrir félagsmenn orlofssjóðs. Þessar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila ef senda þarf vöru heim til félagsmanns eða á netfang viðkomandi.

5. Lögsaga