Heilsárshús með verönd í húsinu eru þrjú svefnherbergi, eldhús, stofa, baðherbergi og bílskúr.

Leigutaki er skuldbundinn til að sjá um að vel sé farið með húsnæðið sjá um að ræsta það og koma því í það horf að sé að afhenda það næstu gestum.  Leigutaki ber bótaskyldu varðandi tjón á húsnæðinu og innanstokksmunum sem kunna að verða af hans völdum.  Vanræki leigutaki að þrífa eftir sig mun hann fá á sig merkingu á orlofsvefnum og getur þá ekki bókað hús á orlofsvefnum.  Bannað er að reykja í orlofskostunum.  Orlofshúsin eru sameign okkar, göngum um þau af alúð og sóma.  Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta vinsamlegast látið þá umsjónarmann eða skrifstofu félagsins vita

Leigutaki ber sjálfur ábyrgð á að komast í húsið eða úr húsinu vegna ófærðar eða óveðurs

 

Ath stranglega bannað er að framleigja húsið til vina eða ættingja.  Ef hætt er við húsið er ekki hægt að fá endurgreitt nema hægt verði að leigja húsið öðrum.

Umsjónarmaður hússins er Rúnar Páll Jónsson sími 894 7951
Fóstri Hússins er Sigurbjörn Björnsson læknir