Verslun er á Húsafelli frá 1. júní til 15. september, þar fást allar nauðsynjavörur og léttar veitingar. Sundlaug og golfvöllur er á Húsafelli. Veiðileyfi eru seld á bensínstöðinni á Húsafelli. Hægt er að fá kort af nágrenninu með merktum gönguleiðum og ýmsum merkum stöðum. Hellarnir í nágrenni Húsafells eru mörgum kunnir en þekktastir þeirra eru Víðgemlir í um 7 km fjarlægð og Surtshellir í um 14 km. fjarlægð. Fólki er aðeins hleypt í Víðgemli með fylgd frá Fljótstungu, sími 435 1198. Um 18 km eru upp að Langjökli og er yfirleitt fólksbílafært þangað yfir sumartímann. Frá jökulröndinni eru snjóbílaferðir upp á jökul og er hægt að leigja nauðsynlegan búnað þar, svo sem fatnað. Sjá heimasíðu husafell.is
Öryggiskerfi er í húsinu sjá nánari upplýsingar í leigusamningi
Leigutaki er skuldbundinn til að sjá um að vel sé farið með húsnæðið sjá um að ræsta það og koma því í það horf að hægt sé að afhenda það næstu gestum. Leigutaki ber bótaskyldu varðandi tjón á húsnæðinu og innanstokksmunum sem kunna að verða af hans völdum. Vanræki leigutaki að þrífa eftir sig mun hann fá á sig merkingu í orlofskerfinu og getur þá ekki bókað hús á orlofsvefnum. Bannað er að reykja í orlofskostunum. Orlofshúsin eru sameign okkar, göngum um þau af alúð og sóma. Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta vinsamlegast láttu þá umsjónarmann eða skrifstofu félagsins vita.
Leigutaki ber sjálfur ábyrgð á að komast í húsið eða úr húsinu vega ófærðar eða óveðurs.
Umsjónarmaður hússins er Sigríður Bjarnadóttir sími 892 3468