Höfðabrekka samanstendur af miðrými og tveimur svefnálmum.  Í hvorri álmu eru 2 svefnherbergi ásamt baðherbergi með sturtu.  Austan við aðalinngang er þvottahús með sérinngangi, þaðan er heita potti stýrt.  Á palli við bílaplan er geymsluskúr.  Heitur pottur er á palli.

Í Austurálmu eru tvö hjónaherbergi með tvöföldu rúmi.  Í vesturálmur er sérlega vel hugað að einstaklingum með hreyfihömlun.  Þar er stærra herbergið með tvöföldu rúmi og aðgengi út á pall.  Minna herbergið er með koju og er neðri kojan 1,5 á breidd.

Í miðrými er forstofa, eldús og stofa.

 

Stranglega bannað er að framleigja bústað til ættingja eða vina.  ef hætt er við hús er ekki hægt að fá endurgreitt nema hægt verði að leigja húsið öðrum.

 

Leigutaki skal alltaf ræsta húsið rækilega við brottför og hafa í huga að það getur tekið upp í 2 klst að ræsta þetta stóra hús.  Leigutaki er skuldbundinn til að fara vel með húsnæðið og leigutaki ber bótaskyldu varðandi tjón á húsnæðinu og innanstokksmunum sem kunn að verða að hans völdum.

 

Vanræki leigutaki að þrífa eftir sig mun hann fá á sig merkingu í orlofskerfinu og getur þvík ekki bókað hús á vefnum.  Bannað er að reykja í orlofshúsinu.

 

Fyrir brottför skal þvo heita pottinn en ALLTAF skal fylla heitapottinn aftur af vatni við brottför (nóg að það sé byrjað að renna í hann við brottför).  Þetta er vegna þess að það getur tekið langan tíma að fylla pottinn.

 

Alla almenna þjónustu er að finna í Borgarnesi.

 

Fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir er að finna í nágrenninu, meðfram vatninu, niður að Norðurá að Glanna og Paradísarlaut.  Ýmis fjöll má ganga t.d. Viktafjall og Hraunsnefsöxl.  Sundlaugar eru á Varmalandi (á sumrin)17 km, Kleppjárnsreykjum 32 km, Borgarnesi 33 km og Húsafelli 55 km.  Golfvöllur er í Borgarnesi, á Húsafelli og á Glannaflötum svo eitthvað sé nefnt.

 

Orlofshúsin eru sameign okkar, göngum um þau af alúð og sóma.  Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta látið þá umsjónarmann eða skrifstofu læknafélaganna vita.

 

Fóstri hússins er Orri Þór Ormarsson læknir.