Heilsárshús með palli og heitum potti.  Þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhúskrókur, rúmgóð stofa og geymlsa.

Leiðin - Ekinn er Laugardalsvegur frá Laugarvatni að Geysi. Beygt er til vinstri inn þar sem merkt er Brekkuskógur orlofssvæði BHM (skiltið er fremur lítið).  Þegar inn fyrir hliðið er komið er ekinn annar afleggjari til hægri (í austur) og ekið ca 500m að gatnamótum til vinstri (merkt LÍ) upp brekku (Brekkuheiði).  Þegar komið er yfir ásinn blasir bústaðurinn að Brekkuheiði 29 við á vinstri hönd í nokkurri fjarlægð.

Leigutaki er skuldbundinn til að sjá um að vel sé farið með húsnæðið, sjá um að ræsta það og koma því í það horf að hægt sé að afhenda það næstu gestum.  Leigutaki ber bótaskyldu varðandi tjón á húsnæðinu og innanstokksmunum sem kunna að verða af hans völdum.  Vanræki leigataki að þrífa eftir sig mun hann fá á sig merkingu í orlofskerfinu og getur þá ekki bókað hús á orlofsvefnum.  Bannað er að reykja í orlofskostunum.

Leigutaki ber sjálfur ábyrgð á að komast í húsið eða úr húsinu vegna ófærðar eða óveðurs

Orlofshúsin eru sameign okkar, göngum um þau af alúð og sóma.  Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta vinsamlegast látið þá umsjónarmann eða skrifstofu félagsins vita

Ruslagámar fyrir alment sorp eru í Reykholti og á Laugarvatni

Orlofsgestir eru beðnir um að endurnýja gaskúta ef þarf og senda greiðslukvittun á gudrun@lis.is til að fá endurgreitt

Ath til að fá vatn á húsið þarf að kveikja á rofa sem er í forstofu hússins einnig gæti tekið góðan tíma að láta renna í heita pottinn.

 

Verslun og þjónusta - Í Úthlíð er lítil verslun, einnig er verslun á Laugarvatni. Í Brekkuskógi er þjónustumiðstöð sem er opin yfir sumarorlofstímann frá 1. júní til 1. september og sama gildir um páskana.  

 

Útivist - Stutt er að Gullfossi og Geysi en þar er sundlaug og veitingastaður. Á Laugarvatni er íþróttasvæði, sundlaug og landsþekkt gufubað. Sundlaug er í Úthlíð og níu holu golfvöllur. Annar slíkur er í Miðdal, miðja vegu milli Brekku og Laugarvatns

 

 Ath stanglega bannað er að framleigja fenginn bústað til vina eða ættingja. Ef hætt er við húsið er ekki hægt að fá endurgreitt nema hægt verði að leigja húsið öðrum.

Þrifafyrirtækið Þvottur&Lín býður félagsmönnum að kaupa þrif eftir dvöl.  Orlofshúsagestir panta þrif sjálfir og greiða fyrir þau beint til þjónustuaðila.  Hægt er að fá upplýsingar um verð og panta þrif með því að senda tölvupóst á netfangið panta@thvotturoglin.is.  Taka skal fram hvaða hús um ræðir, dagsetningu og brottfarartíma.  Haf þarf í huga að Þvottur og Lín vaska ekki upp.  Ef gestir vilja að ruslið sé tekið er gott að taka það saman í einn poka sem má skilja eftir við inngang.   Þá er hægt að panta þrif á bakaraofni og grilli sér.  Þvottur og Lín bjóða upp á leigu á líni (rúmföt og handklæði) fyrir orlofshúsagesti.  Hægt er að fá upplýsingar um verð og afheningu með því að senda póst á panta@thvotturoglin.is.  Gott er að panta lín með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara.

Umsjónarmaður hússins er Magnús Magnússon sími 866 8378

 

Fóstri hússins er Jörundur Kristinsson læknir