Mjög góð 4ja herbergja íbúð 102 á jarðhæð í Hólmatúni 7 Akureyri.  Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni, svefnpláss og sængur fyrir 6.  Örstutt á golfvöllinn, stutt í Hlíðarfjall, inn í Kjarnaskóg, á flugvöllinn, áfram hringveginn til austurs yfir Eyjafjarðará eða inn að Smámunasafninu að Sólgarði í Eyjafjarðarsveit og ekki má gleyma Jólahúsinu.

 

Leigutaki er skuldbundinn til að sjá um að vel sé farið með húsnæðið, sjá um að ræsta það og koma því í það horf að hægt sé að afhenda það næstu gestum.  Leigutaki ber bótaskyldu varðandi tjón á húsnæðinu og innanstokksmunum sem kunna að verða af hans völdum.  Vanræki leigutaki að þrífa eftir sig mun hann fá á sig merkingu í orlofskerfinu og getur þá ekki bókað orlofshús á orlofsvefnum.  Bannað er að reykja í orlofsíbúðinni.  Orlofshúsin eru sameign okkar, göngum um þau af alúð og sóma.  Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta vinsamlegast látið þá umsjónarmann eða skrifstofu félagsins vita.

 

ATH stranglega er bannað að framleigja íbúðina til ættingja eða vina.  Ef hætt er við að leigja íbúðina er einungis hægt að fá endurgreitt ef hægt er að endurleigja hana.

Leigutaki ber sjálfur ábyrgð á að komast í íbúðina eða úr íbúðinni vegna ófærðar eða óveðurs.

Umsjónarmaður er Ester Þorbergsdóttir sími 898 5586

Fóstri íbúðarinnar er Jón Torfi Halldórsson læknir