Heilsárshús nr. 36 í Svignaskarði Borgarfirði. Þú ekur framhjá þjónustumiðstöðinni í Svignaskarði og tekur annan afleggjara til hægri (efsta svæðið). Húsið er með þremur svefnherbergjum, baðherbergi, ekdhúskrók, rúmgóð stofa og geymska. Á veröndinni er heitur pottur. Leikvellir eru nálægt húsinu.
Næstu verslanir eru í Baulu og Borgarnesi. Alla almenna þjónustu er að finna í borgarnesi. Fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir er að finna í nágrenninu, td að Langadalsvatni, niður að Norðurá að Glanna og Paradís. Ýmis fjöll má gana td Vikrafjall og Hraunsnefsöxl. Hestaleiga er á Jafnaskarði. sundlaugar eru á Varmalandi, Kleppjárnsreykjum og Borgarnesi. Golfvöllur er í Borgarnesi, á Húsafelli og á Glannaflötum svo eitthvað sé nefnt.
Bannað er að framleigja húsið.
Ef hætt er við húsið er ekki hægt að fá endurgreitt nema hægt verði að leigja húsið öðrum.
Leigutaki ber sjálfur ábyrgð á að komast í húsið eða úr húsinu vegna ófærðar eða óveðurs.
Umsjónarmaður hússins er Róbert sími 893 1767
Leigutaki er skuldbundinn til að sjá um að vel sé farið með húsnæðið sjá um að ræsta það og koma því í það horf að hægt sé að afhenda það næstu gestum. Leigutaki ber bótaskyldu varðandi tjón á húsnæðinu og innanstokksmunum sem kunna að verða af hans völdum. Vanræki leigutaki að þrífa eftir sig mun hann fá á sig merkingu í orlofskerfinu og getur því ekki bókað hús á orlofsvefnum. Bannað er að reykja í orlofskostunum. Orlofshúsin er sameign okkar göngum um þau af alúð og sóma. Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta viltu þá vinsamlegast láta umsjónarmann eða skrifstofu félagsins vita.