Birkibraut 6, Vaðnesi (heilsárshús) er með þremur svefnherbergjum. Til að komast að húsunum er beygt inn Vaðnesveg rétt áður en komið er að Kerinu og er afleggjarinn vel merktur.

Húsið er með þremur svefnherbergjum. Tvíbreitt rúm í einu herberginu og kojur í  hinum tveimur.  Sængur og koddar eru fyrir átta.  Taka þarf með sér sængurver.   Viskustykki, tuskur og hreinlætisvörur fylgja.
 
Gæludýr eru leyfð í húsinu.

Leigutaki ber sjálfur ábyrgð á að komast í húsið eða úr húsinu vegna ófærðar eða óveðurs

Verslun er í Þrastarlundi og að Minniborg að auki er öll þjónusta á Selfossi.  Sundlaugar er víða að finna í grenndinni. Laxveiði er í Soginu og silungsveiði í Þingvallavatni og Brúará. Hestaleigur eru víða, báta- og ofurhugasiglingar í Hvítá, svo eitthvað sé nefnt.

 

Ath stanglega bannað er að framleigja fenginn bústað til vina eða ættingja. Ef hætt er við húsið er ekki hægt að fá endurgreitt nema hægt verði að leigja húsið öðrum.

 

Umsjónarmaður hússins er Helga Helgadóttir sími sími 693 1824

Fóstri hússins er Guðrún Jóhanna Georgsdóttir

 

Mjög mikilvægt er að læsa alltaf hliðinu sem er á veginum, það má alls ekki skilja það eftir opið.  Því miður hafa verið framin innbrot í húsin á svæðinu og er því mjög mikilvægt að læsa alltaf hliðinu

 

Leigutaki er skuldbundinn til að sjá um að vel sé farið með húsnæðið, sjá um að ræsta það og koma því í það horf að hægt sé að afhenda það nýjum gestum.  Leigutaki ber bótaskyldu varðandi tjón á húsnæðinu og innanstokksmunum sem kunna að verða af hans völdum.  Vanræki leigutaki að þrífa eftir sig mun hann fá á sig merkingu í orlofskerfinu og getur því ekki bókað hús á vefnum.  Bannað er að reykja í orlofskostunum.  Orlofshúsin eru sameign okkar, göngum um þau af alúð og sóma.  Ef eihverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta vinsamlegast látið þá umsjónarmann eða skrifstofu félagsins vita.