Brot á reglum Orlofssjóðs og sektir
Óþrifnaður: 25.000 kr.
Óþrifinn heitur pottur/grill: 5.000 kr.
Óheimil framleiga: 5.000 kr. fyrir hvern sólarhring sem leigutaki (félagsmaður KÍ) leigði húsið og tafarlaus brottvísun.
Óheimilar reykingar: 25.000 kr. (á einnig við um rafrettur).
Gæludýr þar sem ekki er heimilt: Brottvísun og 25.000 kr. sekt.
Tjón eða skemmdir á húsbúnaði: Ef kostnaður fer yfir 25.000 kr. getur félagsmaður misst rétt til að leigja eignir Orlofssjóðs KÍ næstu 2 - 5 ár.
Óheimilt tjald/tjaldvagn/hjólhýsi o.s.frv. við hús: 25.000 kr.
Sein brottför án samráðs getur varðað sektum kr. 10.000 auk leigu.
Mætt of snemma án leyfis getur varðað sektum allt að kr. 10.000 auk leigu.
Stjórn orlofssjóðs tekur ákvörðun um frekari sektir eftir þörfum.