Sumarúthlutun Orlofssjóðs KÍ 2024

Félagsfólk KÍ hefur aðgengi að fjölda sumarhúsa og íbúða um land allt í sumar sem hægt er að taka á viku- eða dagsleigu.

Framboðið samanstendur af öllum eignum Orlofssjóðs og leigueignum sem bætt er við til að auka við framboðið.

Verð hækkar lítillega vegna aukins kostnaðar við alla rekstrarliði tengda orlofshúsum. Þó var miðað við að fara ekki yfir tveggja prósenta hækkun á neinum eignum að beiðni stjórnar.

Fyrirkomulag úthlutunar

Vikuleiga

  • Þriðjudag 20. febrúar klukkan 12:00 á hádegi - opnað fyrir umsóknir um vikuleigur.
  • Þriðjudag 12. mars klukkan 11:59 á hádegi - lokað fyrir umsóknir um vikuleigur.

Á ofangreindu tímabili getur félagsmaður skoðað þær eignir sem í boði eru í vikuleigu og sett upp sinn óskalista. Að hámarki er hægt að velja sex eignir á listann og fær hver einstaklingur einungis eina viku úthlutaða.

Til að setja upp óskalista þarf að fara á Orlofsvefinn og velja þar flipann umsókn um úthlutun og fylgja þar leiðbeiningum. Þegar settur hefur verið upp listi þá þarf að ýta á senda og umsókn verður þá virk í bókunarkerfinu.

  • Vinsamlega athugið:
    • Þeir sem fengu úthlutað sumarið 2023 fá ekki úthlutað 2024. Þetta kemur ekki til með að hafa áhrif á bókanir dagsleiga.
    • Punktastaða þeirra sem sækja um sömu eign í sömu viku ræður því hver fær hana.
    • Þær eignir sem ekki fara út í úthlutun eru settar á vefinn með dagsleigueignum.
    • Það breytir engu hvenær á vikunum þremur umsókn um úthlutun berst. Þær fara allar í sama pott.
    • Félagsmenn í FKE sem hafa látið af störfum geta ekki tekið þátt í vikuúthlutun en þeir geta bókað dagsleigur samkvæmt þeim úthlutunarreglum sem gilda um þær.

Þriðjudaginn 12. mars fer orlofskerfið yfir allar umsóknir sem bárust á tímabilinu og úthlutar í samræmi við punktaréttindi félagsmanna. Sama dag fær félagsmaðurinn tölvupóst þar sem honum er tilkynnt hvort, og þá hvaða, eign af sínum óskalista hann hefur fengið úthlutaða. Félagsmenn sem ekki fá úthlutun verða látnir vita í tölvupósti.

Ef félagsmaður þiggur úthlutaða viku þarf að staðfesta með greiðslu sem þarf að berast í síðasta lagi fyrir klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 18. mars 2023.

  • Athugið: Ef félagsmaður vill ekki þá eign sem honum var úthlutað, getur félagsmaður valið að hætta við og/eða sleppt því að greiða og fellur þá umsókn niður. Þær umsóknir sem ekki eru greiddar fyrir tilsettan tíma verða teknar til baka og settar í dagsleigupottinn.

Dagsleigur

Hugtakið dagsleigur er notað yfir leigu á bilinu tvær til sjö nætur. Opnað verður fyrir þær bókanir mánudaginn 18. mars klukkan 18:00. 

Bókunarfyrirkomulagið er einfalt; fyrstur kemur, fyrstur fær samkvæmt eftirfarandi:

Mánudagur 18. mars kl. 18:00 - félagar sem eiga 300 punkta eða fleiri

Þriðjudagur 19. mars kl. 18:00 - félagar sem eiga 100 punkta eða fleiri

Miðvikudagur 20. mars kl. 18:00 - félagar sem eiga 1 punkt eða fleiri

Fimmtudagur 21. mars kl. 18:00 - félagar sem eiga 0 punkta eða fleiri, ásamt félögum í FKE sem eiga punkta.