Fyrst þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli
Til þess að setja upp sinn óskalista, er smellt á "UMSÓKN UM ÚTHLUTUN" úr valmynd.
Það er mikilvægt að fara vel yfir skráðar upplýsingar um þig.
Athugið að netfang þarf að vera rétt skráð þar sem niðurstöður úthlutunar verða sendar á skráð netfang.
Næst er eign valin ásamt tímabili úr fellilista. Eingöngu má sjá eignir á listanum sem eru í vikuleigu.
Að hámarki er hægt að setja sex eignir á listann.
Því fleiri kostir sem valdir eru því meiri möguleikar á að fá úthlutun.
Þegar búið er að velja er smellt á SENDA.
Staðfestingarpóstur er sendur sjálfvirkt á félagsmann og einnig er hægt að prenta út valkostina.
Hægt er að skoða umsóknina hvenær sem er undir "Síðan mín" þegar félagsmaður er innskráður í orlofskerfið.
Ekki er hægt að gera breytingu á umsókn sem búið er að senda inn, heldur þarf að eyða núverandi umsókn og senda nýja umsókn.