Tilkynna skal allar breytingar og afbókanir skriflega svo fljótt sem auðið er til Orlofssjóðs, netfang: orlof@ki.is.
Ath.: Þó breyting sé í upphafi tilkynnt símleiðis, verður skrifleg beiðni að fylgja í kjölfarið. Leiga er aldrei endurgreidd ef tilkynning berst eftir að leigutímabil hefst.
Ath.: Afbókun sem berst eftir klukkan 16:00 mánudaga - fimmtudaga og eftir klukkan 15:00 á föstudögum mun teljast sem afbókun frá næsta virka degi.
Veikindi, óveður og aðrar óviðráðanlegar aðstæður
Leiga er aldrei endurgreidd ef tilkynning berst eftir að leigutími hefst.
Ef veikindi eða önnur meiriháttar áföll koma í veg fyrir orlofsdvöl skal tilkynna skrifstofu sjóðsins það skriflega svo fljótt sem kostur er ÁÐUR en leigutími hefst, eigi síðar en í hádegi á þeim degi sem leigan á að hefjast. Í slíkum tilfellum er heimilt að endurgreiða leigugjald gegn framvísun læknisvottorðs og uppfærist þá punktastaða. Ath. OKÍ greiðir ekki fyrir læknisvottorð. Læknisvottorð skal berast skrifstofu innan 2 vikna frá afbókunardegi.
Ef veður eða aðrar óviðráðanlegar ytri aðstæður, svo sem ófærð, aðvaranir lögreglu eða Veðurstofu, koma í veg fyrir orlofsdvöl endurgreiðir sjóðurinn 80% leigugjaldsins og uppfærir punktastöðu. Skrifleg beiðni verður að berast Orlofssjóði á orlof@ki.is, sem og staðfesting opinberra aðila (Almannavarna, Veðurstofu, lögreglu eða álíka) á ófærð eigi síðar en í hádegi á þeim degi sem leigan á að hefjast.
Sé orlofshúsnæði afbókað með meira en tveggja vikna (14 daga) fyrirvara er leigugjald að fullu endurgreitt en skilagjald innheimt. Punktar eru þá bakfærðir að fullu.
Sé orlofshúsnæði afbókað innan 14-8 daga áður en leiga hefst er 75% leigugjalds endurgreidd og punktar bakfærðir að fullu.
Sé orlofshúsnæði afbókað áður en 7-3 dagar eru í upphaf leigutöku fæst 25% leigugjaldsins endurgreitt og punktar bakfærðir að fullu.
Sé orlofshúsnæði afbókað þegar minna en 3 dagar (72 klst.) eru í upphaf leigutöku þarf að greiða fulla leigu fyrir húsið auk punkta.
Þjónusta sem keypt er samhliða leigu,s.s. leiga á líni eða þrif á orlofseign er alltaf endurgreidd að fullu.
Ef leigutaki þarf að afpanta og/eða breyta orlofsdvöl þarf að greiða breytinga- eða skilagjald sem kemur fram í gjaldskrá. Stjórn Orlofssjóðs áskilur sér rétt til að endurskoða gjaldið árlega. Núverandi gjald er 2.500 kr.
Reglur um tímamörk afbókana gilda einnig ef félagsmaður vill breyta leigu, t.d. færa til tímabil. Ætíð þarf að afbóka og bóka aftur í slíkum tilfellum.