Húsið Berghóll er staðsett við Austurgötu 5 í Stykkishólmi. Stykkishólmur stendur við Breiðafjörð sem er annálaður fyrir náttúrufegurð og stórbrotið dýralíf. Eitt af einkennum Stykkishólms eru gömlu uppgerðu húsin sem setja svip á bæinn, það er engu líkara en tíminn hafi staðið í stað. Berghóll er einmitt eitt þeirra.

Stærð: 76,3m2. 

Fjöldi gesta: 7

Svefnaðstaða: Svefnpláss eru 7 í þremur herbergjum og eru sængur og koddar fyrir 7 manns.

Herbergi 1 með hjónarúmi er á jarðhæð. 

Herbergi 2 er í risi og þar er hjónarúm og eitt einstaklings rúm.

Herbergi 3 er líka í risi og er með tvö einstaklings rúm. 

Íverusvæði: Setustofa og borðstofa eru í aðskildum rýmum. Borðbúnaður fyrir allt að 10 manns. Í húsinu er sjónvarp og útvarp m/CD og barnaferðarúm og barnastóll.

Þvottaaðstaða: Ekki þvottavél né þurrkari.

Baðherbergi: Baðherbergi með sturtu

Útisvæði: Verönd, útihúsgögn og gott grill.

Í næsta nágrenni: Húsið er staðsett í gamla bænum rétt við hafnarsvæðið, það er stutt í alla veitingastaði, sund og verslanir, á svæðinu er 9 holu golfvöllur og allt umhverfið vel fallið til gönguferða.

Leigjendur eru hvattir til að kynna sér reglur Orlofssjóðs KÍ með því að smella HÉR