Vörðuleiti 2, 103 Reykjavík er 10 íbúða fjölbýlishús á þremur hæðum í eigu Orlofssjóðs KÍ. Inngangur í húsið er frá Vörðuleiti og lyfta er í húsinu. Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu.

Öll þjónusta er í næsta nágrenni, og ber þá fyrst að nefna Kringluna og Borgarleikhúsið. Austurver við Háaleitisbraut er í göngufjarlægð og þar er td að finna apótek, læknavaktina, blómabúð, bakarí og Kónuna. Fjölmargar leiðir Strætó stoppa í nágrenninu.

Íbúð 103 er 44 m2 að stærð og er á 1. hæð í Vörðuleiti 2. Í íbúðinni er alrými með eldhúsi, stofu og afstúkaðri svefnaðstöðu og baðherbergi. Verönd er útfrá stofu.

Í svefnaðstöðu er hjónarúm, 160x200 cm og að auki er svefnsófi fyrir 2 í stofu, stærð 140 x 200 cm. Sængur og koddar fyrir 4.

Þráðlaust net er í húsinu gestum að kostnaðarlausu.

Í geymslu í kjallara eru barnarúm og stólar, ferðarúm fyrir fullorðna, auka sængur og koddar. Sameiginlegt þvottahús fyrir húsið í kjallara með þvottavélum og þurrkurum.

Leigjendur geta komið sjálfir með lín eða leigt það á 1.500 kr. á mann. Pöntun þarf að vera gerð með a.m.k. sólarhringsfyrirvara áður en dvöl hefst hjá orlof@ki.is eða í s: 595-1111.

Umsjónarmaður býður upp á þrif gegn gjaldi. Þau þarf að panta beint hjá honum í síma 862-9033.

Þjónusta er ekki í boði á stórhátíðardögum, þ.e. ekki er hægt að panta þrif né bóka lín ef leiga byrjar á og/eða endar á þessum dögum.

Myndir eru teknar í íbúð með afstúkaðri svefnaðstöðu. Ekki er hægt að ábyrgjast að þær séu nákvæmlega úr þessari íbúð.

Leigjendur eru hvattir til að kynna sér reglur Orlofssjóðs KÍ með því að smella HÉR