Vörðuleiti 2, 103 Reykjavík er 10 íbúða fjölbýlishús á þremur hæðum í eigu Orlofssjóðs KÍ. Inngangur í húsið er frá Vörðuleiti en aðkoma í bílageymslu er frá Efstaleiti og stutt í lyftuna. Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu

Öll þjónusta er í næsta nágrenni, og ber þá fyrst að nefna Kringluna og Borgarleikhúsið. Austurver við Háaleitisbraut er í göngufjarlægð og þar er td að finna apótek, læknavaktina, blómabúð, bakarí og Kónuna. Fjölmargar leiðir Strætó stoppa í nágrenninu.

Íbúð 303 er 92 m2 á 2. hæð í Vörðuleiti 2. Í íbúðinni er alrými með eldhúsi og stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Svalir útfrá stofu.

Í öðru svefnherberginu er hjónarúm, stærð 160x200 cm og í hinu svefnherberginu eru tvö einstaklingsrúm 80 x 200 cm. Sængur og koddar fyrir 4.

Bílastæði í bílakjallara fylgir íbúðinni.

Þráðlaust net er í húsinu og gæludýr eru ekki leyfð í húsinu.

Í geymslu í kjallara eru barnarúm og stólar, ferðarúm fyrir fullorðna, auka sængur og koddar. Sameiginlegt þvottahús fyrir húsið í kjallara með þvottavélum og þurrkurum.

Leigjendur geta komið sjálfir með lín eða leigt það á 1.500 kr. á mann. Pöntun þarf að vera gerð með a.m.k. sólarhringsfyrirvara áður en dvöl hefst. Lín er pantað hjá orlof@ki.is eða í síma 5951111.

Umsjónarmaður býður upp á þrif gegn gjaldi. Þau þarf að panta beint hjá honum í síma 862-9033.

Þjónusta er ekki í boði á stórhátíðardögum, þ.e. ekki er hægt að panta þrif né bóka lín ef leiga byrjar og/eða endar á þessum dögum. 

Leigjendur eru hvattir til að kynna sér reglur Orlofssjóðs KÍ með því að smella HÉR