Orlofshús í eigu VerkVest, staðsett í orlofsbyggðinni Flókalundi á Barðaströnd. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð og gróðursæld og berjaspretta er þar mikil. Stutt er frá Flókalundi til Látrabjargs, Rauðasands, Ketildala og Dynjanda svo nokkrir séu nefndir af áhugaverðum stöðum í grenndinni.

Stærð eignar: 42 m2.

Fjöldi gesta: 6
Svefnaðstaða: 

 Gisting, sængur og koddar eru fyrir 6 manns

 Svefnherbergin eru tvö, bæði með kojum; neðri kojur tvíbreiðar en efri eins manns. Í heild 6 manns.

Íverusvæði: Opið rými fyrir borðstofu, stofu og eldhús. Sjónvarp, DVD og útvarp.

Eldhús: Í húsinu er eldavél með ofni og ísskápur, auk allra venjulegra eldhúsáhalda fyrir 8 manns.

Þvottaaðstaða: Nei

Baðherbergi: Lítið með sturtu.

Útisvæði: Pallur er við húsið og gasgrill. 

Umhverfi: Það er ekki heitur pottur við húsið en á bústaða svæðinu er sundlaug og heitur pottur. Greiða þarf sérstaklega í sundlaugina. Þá er stutt í þjónustu í Hótel Flókalundi, en þar er einnig lítil verslun og eldsneytissala. Hægt er að fá heimsendar Pizzur frá Hótelinu.

Gæludýr: Nei

Aukaþjónusta: Hægt er að fá lánaða dýnu hjá umsjónarmanni

Til Ísafjarðar er innan við tveggja tíma akstur og styttra til t.d. Patreksfjarðar, Bíldudals og Tálknafjarðar. Má því segja að meginhluti Vestfjarða sé innan seilingar. Skemmtilegur möguleiki er að taka Breiðafjarðarferjuna frá Brjánslæk til Flateyjar og skoða þessa sögufrægu eyju. Ferjan gengur milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey tvisvar á dag yfir sumarið. 

Nánari upplýsingar á www.westfjords.is/is