Múlastaðir í Flókadal eru einstaklega vel í sveit settir, í hæfilegri akstursfjarlægð frá höfuðborginni en þó víðsfjarri skarkala hennar. Fjölmargir áhugaverðir staðir eru í næsta nágrenni við jörðina svo sem sundlaugin og skógurinn í Húsafelli, Hraunfossar í Hvítá, fuglafriðland og Landbúnaðarsafn Hvanneyri, Landnámssetrið í Borgarnesi og skógurinn í Skorradal. Búið er að byggja upp fyrirtaks aðstöðu fyrir gesti í íbúðarhúsinu á Múlastöðum sem hefur verið tekið rækilega í gegn á undanförnum árum. 

Húsið er í eigu Skógræktarfélags Reykjavíkur og stendur á 650 hektara jörð. Viður úr Heiðmörk var notaður við uppgerð hússins meðal annars í klæðningu utanhúss og parkett innandyra. Þá er þar einnig að finna borð úr lerki, rugguhest og leikföng unnin úr efniviði skógarins.

Stærð eignar: 97 m2

Fjöldi gesta: 6 manns

Svefnaðstaða: Í húsinu er gistiaðstaða fyrir sex manns í þremur svefnherbergjum. Sængur og koddar fyrir 6.

 

Íverusvæði: Borðstofa, stofa og eldhús eru saman í einu stóru opnu rými.

 

Eldhús: Eldhúsið er búið öllum helstu tækjum eins og örbylgjuofni, uppþvottavél, kaffikönnu og ísskáp með litlu frystihólfi.

Þvottaaðstaða: Þvottavél og þurrkari.

Baðherbergi: Nýlegt með sturtu.

Útisvæði: Það er enginn heitur pottur en gasgrill er til staðar. Múlastaðir er gamall sveitabær og jörðin í kringum húsið mjög stór og tilvalin til útileikja.

Gæludýr: Já. 

Umhverfi: Hægt er að skipuleggja frábæra daga útfrá Múlastöðum hvort heldur sem farið er í gegnum Skorradalinn og yfir í Hvalfjörð til að ganga að Glymi, fræðst um söguna á Reykhólum, keyrt út á Snæfellsnes eða gengið um göngstígakerfið í Húsafelli. Margar laugar eru nálægt og nægir að nefna Hreppslaug, Húsafell, Borganes og Kleppsjárnreyki.

Góðar og gagnlegar upplýsingar um svæðið er að finna á www.west.is/is/