Á sumrin leigir Orlofssjóður KÍ húsið Tröð í Bolungarvík á norðanverðum Vestfjörðum. Tröð er tvílyft einbýlishús, byggt árið 1960. Húsið er staðsett fyrir neðan nýlegan snjóflóðavarnargarð efst í bænum og stutt að labba í sund og auðvelt að komast inná göngustígakerfi bæjarins. 

Stærð eignar: 170fm á tveimur hæðum.
 

Fjöldi gesta: 14
 

Svefnaðstaða:  Sængur og koddar fyrir 8.

Efri hæð: 3 svefnherbergi (2 með hjónarúmum og eitt með einstaklingsrúmi)

Neðri hæð: Hún skiptist í 2 svefnherbergi með rúmum/kojum fyrir 6 og setustofu með 2 svefnsófum fyrr 4. 

Íverusvæði: Stofa með sjónvarp og setusvæði.

Eldhús:  Í eldhúsi er ísskápur, örbylgjuofn og almenn eldhúsáhöld. Borð og 8 stólar. Borðbúnaður fyrir 10-12 og barnastóll. Úr eldhúsi er gengið niður á neðri hæð.
Þvottaaðstaða: Þvottahús með þvottavél.

Baðherbergi: Baðherbergi með baðkari er á efri hæð hússins og baðherbergi með sturtu á þeirri neðri.

Útisvæði: Við húsið er stór, nýlegur og skjólgóður pallur með grilli og húsgögnum.

Umhverfi:  Bolungarvík er á norðanverðum Vestfjörðum. Í bænum er öll nauðsynleg þjónusta, sundlaug, íþróttahús, veitinga- og kaffihús, náttúrugripasafn, handverkshús, verkstæði o.fl. Við mælum með heimsókn uppá Bolafjall og yfir í Skálavík. Það eru einungis 10 mínútna akstur á Ísafjörð þar sem hægt er að mæla með Tjöruhúsinu, Dokkunni brugghúsi og fleiri skemmtilegum veitingastöðum. Í Bolungarvík hefur verið settur upp heilsustígur í kringum þorpið með æfingastöðvum sem við mælum með fyrir morgunhreyfinguna. Sjá nánar á: www.bolungarvik.is/heilsustigur/

Gæludýr: