ATH. Leyft verður að vera með gæludýr í þessu húsi frá 7.júní 2024.

Kennarasamband Íslands á fimm orlofshús í Kjarnabyggð við Kjarnasóg, sem er skógræktar og útivistarsvæði rétt fyrir innan Akureyri.

Öll aðstaða til útivistar er mjög góð og fallegt umhverfi og fjallasýn. Eyjafjarðardalir bjóða upp á margs konar skoðunarferðir og ekki er langt yfir að Vaglaskógi, Goðafossi, Mývatni, og fleiri náttúruperlum.

Stærð eignar: Gata Norðurljósanna 4 er 55 m²

Fjöldi gesta: 6

Svefnaðstaða: Þrjú svefnherbergi. Sængur og koddar fyrir sex.

Íverusvæði:  Stofa, borðkrókur og eldhús í opnu rými. Sjónvarp.

Eldhús: Eldhúskrókur í opnu rými með borðkrók og borðstofu.

Þvottaaðstaða: Engin

Baðherbergi: Lítið með sturtu.

Útisvæði: Pallur með útihúsgögnum og heitum potti. Gasgrill.

Umhverfi: Akureyri er höfuðborg Norðurlands og þar eru ótal möguleikar á afþreyingu fyrir ferðamenn. Leita má upplýsinga í Akureyrastofu sem er til húsa í Menningarhúsinu Hofi í hjarta bæjarins. Þar má auk þess hlýða á tónleika og njóta listasýninga í fallegum sýningarsölum. Í bænum er frábær sundlaug, skíðasvæði og golfvöllur. Fjöldi verslana, kaffi- og veitingahúsa er að finna í bænum m.a. í hinni rómuðu göngugötu. Nánari upplýsingar að finna á; https://www.visitakureyri.is/ 

Gæludýr: Já. Frá og með 7.júní 2024.

Aukaþjónusta:

Í boði er að kaupa þrif hjá umsjónarmanni okkar Rose í síma 690-4240 og rose.kihuri@gmail.com

Leigjendur eru hvattir til að kynna sér reglur Orlofssjóðs KÍ með því að smella HÉR

 

 


Yfirlitsmynd, Kjarnabyggð

Kjarnaskógur - Yfirlitsmynd