Gæludýr eru leyfð í húsi 36 í Ásabyggð. 

Kennarasamband Íslands á þrettán orlofshús í Ásabyggð við Flúðir í Hrunamannahreppi.  Flúðir er vinsæll staður að heimsækja og er fjölbreytt þjónusta og afþreying í boði bæði á staðnum og í næsta nágrenni. Ásabyggð er stuttu fyrir utan aðalkjarna þorpsins og liggja sumarhúsin í huggulegri og gróðurmikilli hlíð.

Hús nr 36 er hefðbundinn 53m² sumarbústaður af gamla skólanum með heitum potti á verönd.

Fjöldi gesta: Sex manns geta gist í húsinu og eru sængur og koddar fyrir sex einnig.

Svefnaðstaða: Svefnherbergi eru þrjú. Um er að ræða eitt hjónaherbergi og tvö kojuherbergi. Barnarúm og barnastóll er í öllum húsunum. 

Íverusvæði:  Borðstofa, stofa og eldhús eru saman í einu stóru opnu rými. Sex einstaklingar geta setið við borðstofuborðið (4 stólar og 2 kollar) og borðbúnaður er til staðar fyrir 8. Í stofu er sófi og sjónvarp. Eldhúsið er búið öllum helstu tækjum eins og örbylgjuofni, uppþvottavél, kaffikönnu og ísskáp með litlu frystihólfi. 

Útisvæði: Viðarpallur með útihúsgögnum og gasgrilli.

Umhverfi: Í grenndinni eru golfvellir, hótel, kaffihús/bar, verslun, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, sundlaug og íþróttahús. Margir sögufrægir staðir og náttúruvætti eru í næsta nágrenni svo sem Þjórsárdalur, Skálholt, Gullfoss og Geysir. Við hvetjum gesti eindregið til að kynna sér svæðið betur á www.south.is/is

Vinsamlega athugið

 

Leigjendur eru hvattir til að kynna sér reglur Orlofssjóðs KÍ með því að smella HÉR:

 

 

Yfirlitsmynd, Ásabyggð Flúðir

Yfirlitsmynd, Ásabyggð Flúðir