Skógarbraut er vel staðsett gamalt tvíbýli í botni Skutulsfjarðar og við jaðar Tungudals þar sem tjaldsvæði Ísafjarðar er staðsett. Húsið er 100 fermetrar og er heimili eldra fólks sem flytur sig annað yfir sumartímann.Margt í húsinu er komið til ára sinna en allt virkar vel. Upplifunin er meira eins og hafa fengið hús að láni hjá fjarskyldum ættingja og því heimilislegra en margar orlofseignir. Umsjónarmenn hússins eru eigendurnir sjálfir og dvelja þau mjög nálægt.

Fjöldi gesta: Sex manns geta gist í húsinu og eru sængur og koddar fyrir sex. 

Svefnaðstaða: 

Íverusvæði: Góð borðstofa, stofa og eldhús með eldri innréttingu.

Þvottaaðstaða: Þvottavél og þurrkari eru í húsinu. Þvottahúsið er á milli svefnherbergis 1 og eldhúss. Gengið er útá pall frá þvottahúsi.

Baðhergi: er nýlega uppgert með sturtuklefa. 

Útisvæði: stór pallur með útihúsgögnum og kolagrilli.

Umhverfi: Stutt er að fara á golfvöllinn og gott úrval gönguleiða er í firðinum. Á Ísafirði er að finna alla helstu þjónustu s.s. verslanir, kaffihús, veitingastaði, brugghús, bókabúð og bakarí. Einnig er þar að finna apótek, sjúkrahús og heilsugæslu. Tilvalið að eyða degi í næstu fjörðum og hægt að keyra í allar áttir til að heimsækja einstaka staði eins og til dæmis Bolafjall, Ósvör, Skálavík, Holt í Önundarfirði og Valagil í botni Álftafjarðar.

Frekari upplýsingar hægt að finna á https://www.westfjords.is/is

Gæludýr: Nei.