Kennarasamband Íslands á þrettán orlofshús í Heiðarbyggð í Hrunamannahreppi. Heitur pottur er við hvert hús á rúmgóðum palli. Húsin við Háamóa nr. 1, 3, 5, 7, 9 og 11 eru öll eins.

Stærð eignar: 87 m² að stærð

Fjöldi gesta: 8

Svefnaðstaða: Í húsinu eru þrjú svefnherbergi. Sængur og koddar fyrir 8 manns.

Íverusvæði: Opið rými þar sem eldhús, borðstofa og stofa koma saman. Gengið út á pall útfrá eldhúsi.
 

Eldhús: Vel útbúið eldhús í opnu rými með uppþvottavél, örbylgjuofni og borðbúnaði fyrir 8 manns.

Þvottaaðstaða: Engin.

Baðherbergi: Gott baðherbergi með sturtu. Gengið beint út á pall úr baðherbergi.

Útisvæði: Góður pallur með útihúsgögnum, gasgrilli og heitum potti.

Umhverfi: Í grenndinni eru golfvellir, hótel, kaffihús/bar, verslun, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, sundlaug og íþróttahús. Margir sögufrægir staðir og náttúruvætti eru í næsta nágrenni svo sem Þjórsárdalur, Skálholt, Gullfoss og Geysir.

Gæludýr: Nei. Eru ekki leyfð á svæði Heiðarbyggðar.

Aukaþjónusta:

Sjónvarp: Í eignum KÍ er aðeins boðið upp á RÚV sjónvarp án endurgjalds. Hægt er að leigja áskrift að Stöð 2. Sjá nánar leiðbeiningar í bústað.

Internet: Í eignum KÍ er ekki boðið frítt netsamband. Á Flúðum og í Kjarnabyggð er hægt að tengjast þráðlausu neti Vodafone gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar eru í húsinu.

Í boði er að kaupa þrif hjá umsjónarmanni, sjá nánar í samningi.

Leigjendur eru hvattir til að kynna sér reglur Orlofssjóðs KÍ með því að smella HÉR