Upplýsingar eignar  -  Álftabyggð, Flúðum
Almennar upplýsingar
Nafn Álftabyggð, Flúðum Tegund Sumarbústaður
Svæði Suðurland Öryggis kóði
Heimilisfang
Lýsing

Í hverfi Álftabyggðar á Flúðum er heilsársbústaður í eigu FVFÍ.

 Hann er 60 fermetrar, þrjú svefnherbergi, stofa, eldhús og bað. Svefnpláss fyrir 8 manns. Stór útiverönd er ásamt heitum potti, garðhúsgögnum og gasgrilli. Þetta er glæsilegur bústaður, búinn öllum nútímaþægindum. 

Í eldhúsi er fullkomin eldavél, örbygjuofn og önnur helstu rafmagnstæki. Leiktæki eru á lóðinni.

Stutt er í ýmsa afþreyingu, t.d. er fullbúinn 18 holu golfvöllur rétt hjá bústaðnum. Garðyrkjubændur selja afurðir sínar víðsvegar á svæðinu og á Flúðum er sundlaug, hótel, matvöruverslun, nokkrir veitingastaðir og banki. Skemmtileg dagsferð er t.d. á Gullfoss og Geysi, stutt í Friðheima og hálftíma aksturí Laugarás og Skálholt. 

Leiðbeiningar frá Flúðum. Keyrt sömu leið og að Flúða golfvellinum. Yfir brúnna eftir Skeiða- og Hrunamannavegi og þegar kemur að hringtorginu taka þá Hvítárholts afleggjarann. Bústaðurinn er þá sýnilegur fljótlega til hægri og er beygjan inn að honum merkt Álftabyggð.