Upplřsingar eignar  -  Holtaland 11, Akureyri
Almennar upplřsingar
Nafn Holtaland 11, Akureyri Tegund H˙s
SvŠ­i Nor­urland Íryggis kˇ­i
Heimilisfang
Lřsing

Í húsinu eru þrjú svefnherbergi með gistimöguleika fyrir 8 manns. Í alrými hússins er góður eldhúskrókur, borð- og setustofa. Tvær snyrtingar eru í húsinu, önnur hluti af baðaðstöðu sem tengist pottrými en hin deilir rými með þvottaherbergi inn af inngangi hússins.

 

 Pottrýmið er inni í húsinu en með beinu aðgengi út á suðurverönd í gegnum aðra af tveimur svalahurðum. Við veröndina er steinsteypt skjólgirðing og heim að húsinu er steinsteypt stétt, útbúin snjóbræðslukerfi. Stór geymsla með sérinngangi er í húsinu en þar geta gestir t.d. borið á skíði sín og geymt og þurrkað ýmsan viðlegubúnað.

 

Hellulögn fyrir framan og meðfram húsi er ekki hugsuð fyrir bílaumferð, félagsmenn eru hvattir til að forðast með öllu að keyra ofan á henni.