Upplýsingar eignar  -  Holtaland 11, Akureyri
Almennar upplýsingar
Nafn Holtaland 11, Akureyri Tegund Hús
Svæði Norðurland Öryggis kóði
Heimilisfang
Lýsing

Holtaland 11 er um 100 fm orlofshús á Akureyri með þremur svefnherbergjum og gistimöguleika fyrir 8 manns.  Tvö baðherbergi eru í húsinu, annað með sturtu og tengist pottarými en hitt deilir rými með þvottaherbergi.

Í þvottarými er hægt að stilla loftræstikerfi og er mælt með að það sé notað þegar mikil notkun er t.d. á heitum potti og baðherbergi til að koma í veg fyrir rakamyndun.

Heitur pottur er inni í húsinu með beinu aðgengi út á suðurverönd. Stór geymsla með sérinngangi er í húsinu en þar hægt að þurrka ýmsan viðlegubúnað.

Húsið er vel búið og staðsett í efri Hálöndum í Hlíðarfjalli með fallegu útsýni út á Eyjafjörð.

Nespresso kaffivél er á staðnum.