Hrannarból sem er efst í Brattahlíð er með tveimur svefnherbergjum. Í öðru herberginu er hjónarúm og í hinu er koja, neðra rúmið er tvíbreitt og efra rúmið einbreitt. Barnarúm og barnastóll eru í húsinu en ekki barnasæng. Samliggjandi eldhús, stofa og borðstofa með útgengi á verönd. Baðherbergi með sturtu innaf forstofu. Góð verönd er við húsið til suðurs og vesturs og heitum potti. Í húsinu eru koddar og sængur fyrir fimm manns. Borðbúnaður fyrir átta manns ásamt nauðsynlegum eldhúsáhöldum. Barnarúm og barnastóll eru í húsinu.
ATH. Óheimilt er að hlaða rafmagnsbíla í húsinu, vinsamlega notið hleðslustöðvar.
Búið er að taka í notkun tvær hleðslustöðvar við sumarhúsin okkar á Laugarvatni. Þessar stöðvar eru eingöngu ætlaðar okkar félagsmönnum á meðan á leigutíma stendur.
Til þess að tengjast stöðvunum tveimur er best að hringja í Ísorku í síma 568-7666 og segja að þið séuð á vegum Félags skipstjórnarmanna og viljið tengjast stöðvunum tveimur á Laugarvatni (Giljareitum). Mikilvægt er að vera með virkan aðgang hjá Ísorku. Ísorkulykillinn verður strax virkur þegar búið er að tengja ykkur við stöðvarnar en það tekur 24 klukkustundir þar til stöðvarnar birtast í appinu, það er því mikilvægt að hringja í Ísorku 24 klukkustundum áður en farið er í bústaðina, ef hefja á hleðslu strax við komu. Enginn kapall er á staðnum.
Einnig er hægt að sækja um aðgang að stöðvunum í gegnum vefsíðu Ísorku, www.isorka.is/pages/einkastod. Þar þarf að setja inn númer stöðvanna, 229514 og 228597.
Þjónustuver Ísorku er opið mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 09:00 til 18:00, en á föstudögum frá 09:00-17:00.