Upplýsingar eignar  -  Sólheimar 23, Reykjavík
Almennar upplýsingar
Nafn Sólheimar 23, Reykjavík Tegund Íbúð
Svæði Höfuðborgarsvæðið Öryggis kóði
Heimilisfang Starfsmannafélag Húsavíkur, Sólheimum 23, 104 Reykjavík
Lýsing

Íbúðin er í fjölbýlishúsi staðsett í útjaðri Laugardals skammt frá Glæsibæ verslunarmiðstöðinni. Fallegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni og stutt í þjónustu.

Félagið leggur mikla áherslu á góða umgengni og tilitssemi við aðra íbúa hússins. Gerist menn bortlegir við húsreglur fyrirgera þeir sér frekari rétt til að fá leigðar íbúðir eða hús af félaginu. Húsreglurnar má finna í möppu í skáp í íbúðinni.

Íbúðin er vel útbúin með tveimur svefnherbergjum og gistiaðstöu fyrir sex manns. Góð bílastæði eru við húsið.

Komu og brottfarartími: Leigutaka er heimilt að fara inn í íbúðina kl. 16:00 á komudegi. Brottfarartími er kl. 14:00.

Lyklar:  Sækja skal lykla af íbúðinni á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík og skal skila strax að lokinni dvöl aftur á skrifstofuna.