AÐEINS SUMARLEIGA
Orlofshúsið er um 52 m2 að stærð með þremur svefnherberjum. Í tveimur þeirra eru hjónarúm. Rúmin eru 153cm, 140cm og tvö 90cm og eitt 70cm. Svefnpláss er fyrir 6-7 manns. Við húsið er góð verönd og heitur pottur. Húsið er vel staðsett um 15 km frá Selfossi, vestarlega í Grímsnesinu við Sogið. Orlofshúsið Mörk stendur í hverfinu Skjólborgum við götuna Fljótsbakka 20.
Gestum er heimilt að koma í húsið frá kl. 16:00 á komudegi og skila þeim hreingerðum fyrir kl. 12:00 á brottfarardegi. Föstudagar eru skiptidagar.
|