EINGÖNGU SUMARLEIGA Orlofshúsið er staðsett í Ásabyggð á Flúðum, ca 100 km frá Reykjavík. Húsið sem er 52 fm skiptist í forstofu, 2 svefnherbergi með sængum og koddum og baðherbergi með sturtu. Svefnpláss fyrir fjóra í tveimur tvíbreiðum rúmum. Stofan er með sjónvarpi, dvd og útvarpi og fullbúið eldhús. Stór sólpallur er við húsið og þar er heitur pottur í góðu skjóli með gasgrilli. Mikill trjágróður er umhverfis með útiverusvæði fyrir börnin. Mikið er af merktum gönguleiðum í nágrenningu. Stutt er í hraðbanka, verslun, golfvelli, sundlaug, veitingastaði og fleira. Skammt frá Flúðum er Gullfoss, Geysir, Háifoss, Gjáin og Þjórsárdalur svo eitthvað sé nefnt.
AÐEINS SUMARLEIGA. Húsið er með þremur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, baðherbergi og geymslu. Svefnpláss er fyrir 6 – 8 manns í rúmum, leirtau og búnaður fyrir að minnsta kosti tíu manns. Heitur pottur er við húsið og gasgrill fylgir. Gestum er heimilt að koma í húsið frá kl. 16:00 á komudegi og skila þeim hreingerðum fyrir kl. 12:00 á brottfarardegi. Föstudagar eru skiptidagar.
AÐEINS SUMARLEIGA EN HÆGT AÐ HAFA SAMBAND VIÐ VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Á ÞÓRSHÖFN MEÐ VETRARLEIGU. Í Kjarnaskógi við Akureyri er boðið upp á vel búið 53 m2 orlofshús. Í húsinu er þrjú svefnherbergi, eitt með hjónarúmi og tveim aukadýnum og hin tvö með koju. Við húsið er góð verönd og heitur pottur.
Í Dranghólaskógi við Lund bjóða félögin upp á orlofshús allan ársins hring. Húsið er vel búið með þrem svefnherberjum, einu með hjónarúmi og hinum með kojum. Í húsinu eru tvær aukadýnur. Í ár verður húsið í leiguskiptum frá 2. júní til 1. september en hægt er að fá húsið leigt utan þess tíma.
Íbúðin er í fjölbýlishúsi staðsett í útjaðri Kópavogs skammt frá Smáralind verslunarmiðstöðinni. Fallegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni og stutt í þjónustu. Félagið leggur mikla áherslu á góða umgengni og tilitssemi við aðra íbúa hússins. Gerist menn bortlegir við húsreglur fyrirgera þeir sér frekari rétt til að fá leigðar íbúðir eða hús af félaginu. Húsreglurnar má finna í möppu í skáp í íbúðinni. Íbúðin er vel útbúin með tveimur svefnherbergjum og gistiaðstöu fyrir 6 manns. Góð bílastæði eru við húsið og bílastæði í bílakjallara fylgir íbúðinni. Komu og brottfarartími: Leigutaka er heimilt að fara inn í íbúðina kl. 16:00 á komudegi. Brottfarartími er kl. 14:00. Lyklar: Lyklabox eru staðsett við hverja íbúð nema að 302, þar er lyklaboxið við hlið íbúðar 204. Eins er hægt að sækja lykla af íbúðinni á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík og skal skila strax að lokinni dvöl aftur á skrifstofuna.