Félagsenn geta keypt sér afslátt vegna leigu á ferðavagni á orlofsvef FIT. Hægt er að sækja um ferðavagnaafslátt sem einn af orlofskostum þegar sótt er um rafrænt á orlofshúsasíðu, þegar opnað er fyrir umsóknir á orlofssíðu FIT. Þessi orlofskostur lítur sömu reglum og leiga á orlofshúsum FIT. Í boði verða 30 ferðavagnaafslættir og kostar 5.000 krónur og 20 orlofspunkta að fá 25.000 króna afslátt á leigu. Hver félagsmaður getur einungis keypt einn afslátt. Þegar búið er að greiða fyrir afsláttinn á orlofsvefnum fær félagsmaður sent skjal sem þarf að prenta út og senda ásamt leigusamning á fit@fit.is og verða þá greiddar 25.000 krónur inn á reikning félagsmanns. Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði: Leigusamningur þarf að vera á nafni félagsmanns. Leigusali þarf að vera skráður og starfandi ferðavagnaleiga. Leigutími á leigusamningi þarf að vera að lágmarki 6 dagar.