Húsið er 38,3 fm með tveimur svefnherbergjum þar sem 5 geta sofið og svefnlofti með 3 dýnum. Á gangi er snyrting með sturtu en stofa og eldhús eru í einu rými. Stór pallur með heitum potti.
Gæludýraeigendur hafa leyfi til að nýta sér þetta hús til samveru með sínum gæludýrum. Vinsamlegast athugið að lausaganga hunda er ekki leyfð á svæðinu. Fólki með ofnæmi fyrir dýrum er ráðlagt að fara ekki í þetta hús.