Orlofs og punktareglur 


Sumarúthlutun er frá miðjum maí til miðs september.

 

Félagsmenn ávinna sér 12 punkta á ári.  Miðast við kjörgengi ár hvert.

 

Upphaf punktatalningar er 1997

 

Kerfið er ævilangt þannig að menn tapa aldrei áunnum punktum.

 

Úthlutun sex bestu vikurnar kosta 36 punkta (c.a. vika 25-31).  Hér eftir nefnt prýðistími.

 

Hver vika útfrá prýðistíma lækkar um 4 punkta.


Vetrarleiga miðast við janúar-apríl ár hvert.  Helgarleiga kostar 10 punkta en dagsleiga 2 punkta. 

Punktafrádráttur reiknast einungis af fyrirframskilgreindum "slottum" s.s. vetrarfríum grunnskólanna og páskum.


Ferðavagnastyrkur kostar 18 punkta á prýðistíma og lækka um 2 punkta  hverja viku útfrá því.

 

Ef tveir jafnir að punktum sækja um sömu viku, fær sá er lengur hefur greitt í Orlofssjóð.

 

Sá sem er leigutaki ber ábyrgð á orlofshúsi og innbúi.  Ef upp koma skemmdir þarf að    tilkynna það til orlofshúsanefndar.

 

Forfallagjald þ.e. skilagjald ef hætt er við leigu er krónur 5.000- óafturkræft.


Húsin eru aðeins leigð til orlofsfélaga, ekki til endurleigu né láns.