1. Að skrá sig inn

Þú skráir þig inn með því að smella á innskráningu, efst í hægra horninu.


Sjá nánar 




2. Að sækja um sumarið.

Það eru tvær leiðir til þess að sækja um sumarið (menu). Annars vegar er hægt að gera það undir umsókn sumar (a) eða undir laus tímabil (b) á valstikunni.


3a. Að velja sér hús inn í umsókn sumar. Smelltu á Umsókn sumar á valstikunni.



Veldu 1. val - 6. val. Fyrst er eignin valin og svo tímabilið. Þegar búið er að velja eignir og tímabil þá er smellt á senda. Ekki er nauðsynlegt að velja 6 valmöguleika, en það þarf að velja minnst 1.


3b. Að velja sér hús inn í laus tímabil. Veldu laus tímabil á valstikunni.


Smelltu á dagatalið þar sem eru lausir dagar (hvítir ferningar). Til þess að fara í næsta mánuð er smellt á viðeigandi mánuð fyrir ofan dagatalið.Þegar þú hefur valið dag kemur upp sprettigluggi (pop up) þar sem þú ert beðinn um að velja lokadagsetningu.

Eftir að tímabil er valið er smellt á senda.


ATH! Eftir að búið er að senda umsókn er ekki hægt að breyta nema með því að eyða út umsókn og velja upp á nýtt. Það er gert inn á síðan mín undir aðgerðir.