Snotur nýuppgerð 75,1 m2 íbúð í rólegum og afgirtum íbúðakjarna sem ber heitið Residencial Benimar og stendur við Calle Reykjavik götuna á besta stað á Costa Adeje svæði Tenerife eyju. 

Frábærar 13,2 m2 svalir eru út frá stofu þar sem menn geta horft yfir báðar útisundlaugarnar sem eru í sameigninni. Auk þessa fylgir 32 m2 stæði/geymsla íbúðinni okkar í bílakjallara. 

Svefnpláss er fyrir 6 fullorðna í tveimur svefnherbergjum og á stórum svefnsófa í stofu.

Í íbúðinni eru tvö baðherbergi, báðar með sturtu og fullbúið eldhús. 

Ekkert gasgrill fylgir eigninni því þau eru ekki leyfð í íbúðakjarnanum sjálfum. 

Það er von okkar að félagsmenn njóti dvalarinnar á nýja sælureitnum okkar en við viljum brýna fyrir félagsmönnum að félagsmaður sjálfur verður að dvelja í íbúðinni á meðan hann leigir hana. 

Óheimilt er með öllu að framleigja íbúðina öðrum eða að leigja hana fyrir aðra. Íbúðin er einungis ætluð félagsmönnum og þeim sem hann ákveður að bjóða með sér til dvalarinnar. 
Við afhendingu lykla þarf félagsmaður að framvísa leigusamning og vegabréfi eða öðrum skilríkjum.

Leigutími er 2 vikur (frá miðvikudegi til miðvikudags) yfir sumarorlofstíma.

Leiguverð er 70.000 kr. fyrir tvær vikur, auk 36 punkta af punktainneign félagsmanns.

Við brottför skilja félagsmenn 100 evrur eftir á eldhúsborði sem er greiðsla fyrir þrifum. Það er mikilvægt að menn muni eftir þessu því þetta eru laun þeirra sem vinna fyrir félagið við þrif og frágang.

Vinsamlegast athugið að félagið endurgreiðir ekki dvöl sem félagsmaður hefur greitt nema að flug hafi fallið niður.  Ef félagsmaður þarf að aflýsa ferð og getur ekki nýtt leigu íbúðarinnar t.d. vegna veikinda er mönnum bent á að hafa samband við sitt tryggingafélag um bætur.