Þórsstígur 28 stendur við Búrfellsveg skammt frá hótel Grímsborg. Húsið er 154 fm með 3 svefnerbergjum. Tvö baðherbergi eru í húsinu og eru fjögur rúm 150 X 200 og efri kója 90 X 200.
Húsið er allt hið glæsilegasta.
Leigendur þurfa að koma með handklæði og sængurver.
Leigjandi ber ábyrgð á húsinu / íbúðinni og öllum búnaði meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til að bæta það tjón sem verða kann af hans völdum, eða þeirra sem þar dvelja á leigutíma. Leigjanda ber að tilkynna strax til umsjónarmanns eða félagsins allar skemmdir sem kunna að verða.
Vinsamlega lesið samninginn sem er sendur í tölvupósti eftir að greitt hefur verið fyrir leigu. Einnig er hægt að finna samninginn á "SÍÐAN MÍN" eftir innskráningu.
Athugið að 30 km hámarkshraði er innan svæðisins og fók ber að virða það.