Heiðarbær er gamalt lítið einbýlishús sem stendur efst í bænum alveg upp við enda flugbrautar (22 endanum). Félagsmönnum FFR sem þora, býðst að leigja húsið í síðasta sinn sumarið 2022. 

Húsið er komið til ára sinna og er alls ekki mikið notað. Húsið stendur ónotað stóran hluta ársins og er leigt út í því ástandi sem það er í. FFR hefur sagt upp leigusamningnum á húsinu og er ástand þess hræðilegt. Vissulega er dvöl í húsinu skárri kostur en tjaldgisting í ömurlegu íslensku sumarveðri en í ljósi ástands þess er leiguverði í sumar vel stillt í hóf eða einungis 10.000 kr. vikan. Félagið endurgreiðir ekki dvöl félagsmanna sem það leigja enda góður fyrirvari gefinn um slæmt ástand hússins hér.

Í húsinu er svefnrými fyrir 5 manns. Eitt hjónarúm í hjónaherbergi og tvö einstaklings rúm í öðru herbergi, sængur og koddar fyrir 5. Sæmilegt eldhús er í húsinu. Í húsinu er einnig sjónvarp, þvottavél, þurrkari, gasgrill og örbylgjuofn. Baðherbergi er með sturtu.

Óviðjafnanlegt útsýni er yfir bæinn og til lands.

Vetrarverð:

Lágmarkskostnaður (virka daga): 4.000 kr.
Helgarleiga: 13.000 kr.
Aukadagur (virkur dagur): 2.000 kr.
Vikuleiga: 22.000 kr.   

 Sumarverð 2022:

Vikuleiga: 10.000 kr.