Heiðarbær er gamalt lítið einbýlishús sem stendur efst í bænum við enda flugbrautar (22 endanum).

Húsið er komið til ára sinna og er ekki mikið notað, það stendur ónotað stóran hluta ársins og er leigt út í því ástandi sem það er í. Ástand hússins er vel þolanlegt en félagið endurgreiðir ekki dvöl félagsmanna.

Í húsinu er svefnrými fyrir 5 manns. Eitt hjónarúm og tvö í öðru herbergi, sængur og koddar fyrir 5. Ágætis eldhús er í húsinu með flestum þeim tækjum sem þar er venja að finna. Í húsinu er einnig sjónvarp, þvottavél, þurrkari, gasgrill og örbylgjuofn. Baðherbergi er með sturtu.

Óviðjafnanlegt útsýni er yfir bæinn og til lands.

Miklar endurbætur hafa verið gerðar utanhúss. Meðal annars steypt ný verönd þar sem óviðjafnanlegt útsýni er yfir eyjar og sund.
Í Heiðabæ eru 2 svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherbergi með sturtu. 

 

Vetrarverð:

Lágmarkskostnaður (virka daga): 4.000 kr.
Heilgarleiga: 13.000 kr.
Aukadagur (virkur dagur): 2.000 kr.
Vikuleiga: 22.000 kr.   

 

Sumarverð:

Vikuleiga: 23.000 kr og 24 punktar