Íbúð FFR á Akureyri er að Tjarnarlundi 19e. Íbúðin er 86 fermetrar að stærð 3ja herbergja og skiptist í hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi 160x200, barnaherbergi með einbreiðu rúmi 120x200 og stofu með svefnsófa fyrir tvo, og er þaðan gengið út á svalir. Einnig er barnarúm og 2 auka dýnur í íbúðinni.
Íbúðin er skemmtilega staðsett með útsýni yfir KA-völlinn við Dalsbraut. Örstutt er í bakarí og matvöruverslun og aðeins stutt ganga niður í bæ.
Nýverið tók Akureyrarbær upp umfangsmikla flokkun sorps og er sérstök fata og pokar undir allan lífrænan úrgang í íbúðinni. Mjög mikilvægt er að farið sé eftir þessu í hvívetna ella kemur til sektar. Ílát undir pappír, gler og ál eiga að vera í milligangi.
Vetrarverð:
Lágmarkskostnaður (virka daga): 4.000 kr.
Heilgarleiga: 13.000 kr.
Aukadagur (virkur dagur): 2.000 kr.
Vikuleiga: 22.000 kr.
Sumarverð:
Vikuleiga: 23.000 kr og 24 punktar