Sumarhúsið er vel útbúið að innan og með heitum potti, stórri verönd og gasgrilli. Það er í fjallshlíð mót suðri og er útsýnið afar fagurt. Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu.

Húsið er 57fm með tveimur svefnherbergjum. Svefnpláss fyrir 6 manns, 6 stk. sængur og koddar. Borðbúnaður er fyrir 10 manns.