Sumarhúsið er vel útbúið að innan og með heitum potti, stórri verönd og gasgrilli. Það er í fjallshlíð mót suðri og er útsýnið afar fagurt. Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu.
Húsið er 57fm með tveimur svefnherbergjum. Svefnpláss fyrir 5-6 manns, 6 stk. sængur og koddar. Borðbúnaður er fyrir 8-10 manns.
Þrífa þarf bústaðinn fyrir brottför, taka ALLT rusl, gler, dósir o.þ.h., tæma uppþvottavél, þrífa vel gasgrillið og heitavatnspottinn.
Nettenging; 5G er á svæðinu.
ATH ! bannað er að vera með tjöld, tjaldvagna, hjólhýsi o.þ.h. við húsið án leyfis umsjónarmanns á Bjarteyjarsandi.