Félagið á tvær íbúðir í Ásholti 2 í Reykjavík. Önnur íbúðin sem félagið á er notuð sem sjúkraíbúð og er á 3. hæð. Hin íbúðin er á 4. hæð og er einstaklega glæsileg. Hún er fjögurra herbergja (s.s. 3 svefnherbergi) , 107 fermetrar að stærð.
Stærð á rúmum í 4ja herbergja íbúðinni : Hjónarúm 160 cm, koja (neðri 120 cm og efri 90 cm) 2* 90 cm rúm
- Gengið er inn í húsið frá Laugavegi, en ekið er inn í bílageymsluna úr Mjölnisholti.
- Leigjandi þarf ekki að þrífa íbúðina eftir leigutíma, en það þarf að skila henni hreinni og snyrtilegri.
- Tæma uppþv.vélina, fara með ALLT rusl, dósir, flöskur o.þ.h.
- Það þarf að flokka allt sorp og setja í þar til gerðar tunnur í bílageymslunni.
- Það er stranglega bannað að henda rusli fram af svölunum, (t.d. nikotinpúðum, sígarettustubbum o.þ.h.)