Um er að ræða skiptihús. Eining-Iðja á 14 orlofshús á Illugastöðum og eru nokkur þeirra leigð til annarra stéttarfélaga yfir sumarið í skiptum fyrir orlofshús annars staðar á landinu.

Talnalás er á húsinu. Upplýsingar um það eru á leigusamningi.

Húsið er 48fm með tveimur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi og baðherbergi með sturtu.

Svefnpláss er fyrir 5. Herbergi 1:  Tvöfalt rúm (180x200), herbergi 2: koja, 70x200 (efri) og 160x200 (neðri)

Borðbúnaður er fyrir 8-10 manns. Span-helluborð, gasgrill, heitur pottur.

Orlofsbyggðin í Munaðarnesi er með þeirri elstu hér á landi en BSRB tók þar land á leigu og hóf byggingu orlofshúsa 1971. Mikil uppbygging hefur átt sér stað og hverfið tekið breytingum.

Svæðið hefur verið rómað fyrir veðurblíðu og að stutt sé að fara um allt Vesturland og upp á Snæfellsnes og jafnvel dagsferð til Reykjavíkur.

T.d. er upplagt að ganga á Hafnarfjallið sem er gengt Borgarnesi, þar er stórkostlegt útsýni, frekar létt og þægileg ganga fyrir unga sem aldna. Fossinn Glanni og Paradísarlaut eru ekki langt frá Bifröst (hinum megin þjóðvegarins, vel merkt).