Um er að ræða skiptihús við Kennarasamband Íslands. Eining-Iðja á 14 orlofshús á Illugastöðum og eru nokkur þeirra leigð til annarra stéttarfélaga yfir sumarið í skiptum fyrir orlofshús annars staðar á landinu.


Hús 33 í Ásabyggð á Flúðum er 76 m² og í því eru þrjú svefnherbergi; hjónaherbergi, rúmin eru 180x200cm og 160x2000cm og eitt kojuherbergi; neðri koja 110x200cm og efri 80x200cm. Sængur og koddar eru fyrir sex. Barnarúm og barnastóll er í húsinu. 

Hægt er að leigja lín hjá umsjónarmanni, gott er að panta það áður en farið er. Við brottför ber gestum að þrífa hús, útigrill og heita pottinn. Einnig skila líni til umsjónarmanns ef það hefur verið leigt.

RUSL: ALLT rusl skal fjarlægt þ.m.t. flöskur, gler o.þ.h. Flokkað er í almennt, plast og pappa. Hægt er að skila öllum flokkum í gámum á svæðinu.

Flúðir er vinsæll staður að heimsækja og er fjölbreytt þjónusta í boði bæði á staðnum og í næsta nágrenni. Ásabyggð er stuttu fyrir utan aðalkjarna þorpsins og liggja sumarhúsin í huggulegri og gróðurmikilli hlíð.

Í grenndinni eru golfvellir, hótel, kaffihús/bar, verslun, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, sundlaug og íþróttahús. Margir sögufrægir staðir eru í næsta nágrenni svo sem Þjórsárdalur, Skálholt, Gullfoss og Geysir. Sjá www.south.is/is

Sjónvarp: Í eignum KÍ er aðeins boðið upp á RÚV sjónvarp án endurgjalds. Hægt er að leigja áskrift að Stöð 2. Sjá nánar leiðbeiningar í bústað.

Internet: Í eignum KÍ er ekki boðið frítt netsamband. Á Flúðum og í Kjarnabyggð er hægt að tengjast þráðlausu neti Vodafone gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar eru í húsinu.