Um er að ræða gamalt einbýlishús. Í stofu er sófasett, svefnsófi og sjónvarp ásamt öðrum húsbúnaði. Eldhúsið er fullbúið og borðbúnaður fyrir 12 manns. Svefnpláss er fyrir 10 ásamt sængum og koddum.

Segja má að Súðavík sé nokkuð miðsvæðis á norðanverðum Vestfjörðum þannig að dvöl þar er góður kostur fyrir þá sem vilja nýta fríið sitt í að ferðast og skoða sig um á Vestfjörðum og þar er vissulega um marga skemmtilega staði að velja.

Stutt er frá Súðavík til Ísafjarðar og jarðgöngin gera það að verkum að auðvelt er að ná yfir stærri hluta Vestfjarðakjálkans og ferðast um sunnanverða Vestfirði þegar dvalið er í Súðavík.

Vert er að benda á Raggagarð, fjöslkyldugarð Vestfjarða, sem er á Súðavæik. Á Facebook heitir hann Raggagardur sudavik og heimasíðu garðsins er www.raggagardur.is