Sími umsjónarmanns er 483-4260 alla virka daga milli kl. 11:00 - 16:00. Netfang er olfusborgir@olfusborgir.is
Um er að ræða skiptihús. Eining-Iðja á 14 orlofshús á Illugastöðum og eru nokkur þeirra leigð til annarra stéttarfélaga yfir sumarið í skiptum fyrir orlofshús annars staðar á landinu.
Húsið er 45fm með svefnplássi fyrir sex. Í húsinu eru tvö svefnherbergi. Í öðru er hjónarúm en í hinu er hjónarúm og koja. 6 sængur og 6 koddar. Barnarúm og barnastóll er í húsinu.
Húsið er með garðskála og rúmgóðri verönd með heitum potti. Munið eftir að taka með ykkur viskastykki, borðtuskur, salernispappír, handklæði og sængurlín.
Knattspyrnuvöllur og leikaðstaða fyrir börn er á svæðinu.
Snjalllás er á útidyrahurðinni. Upplýsingar eru á leigusamningi.