Um er að ræða skiptihús. Eining-Iðja á 14 orlofshús á Illugastöðum og eru nokkur þeirra leigð til annarra stéttarfélaga yfir sumarið í skiptum fyrir orlofshús annars staðar á landinu.

Klifabotn, er í Þórisdal í Lóni, skammt austan Laxár og stendur við Strandaháls í Bæjarhreppi, sem svo hét en er nú hluti af Sveitarfélaginu Hornafirði.

Húsið er merkt RSÍ B-hús, það er efst til hægri í hverfinu.

Bústaðurinn er í 30 km fjarlægð austan við Höfn í Hornafirði, staðsettur í fallegri fjallshlíð með útsýni til austurs. Húsið er með þremur svefnherbergjum, eitt er með hjónarúmi (152 cm). Í hinum tveimur herbergjum eru kojur (120 cm) þær neðri og efri eru (80 cm). Auk þessa er barnarúm. Á orlofssvæðinu er gufubaðshús sem er til afnota fyrir leigjendur allra húsanna, einnig er þar þvottavél. Bannað er að vera með gæludýr í eða við húsið.

Talnalás er á húsinu. Upplýsingar eru á leigusamningi.