Eining-Iðja á samtals fjórtán orlofshús á Illugastöðum en nokkur þeirra eru leigð til annarra stéttarfélaga yfir sumarið í skiptum fyrir orlofshús annars staðar á landinu. Eitt af húsum félagsins er með aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga, hús nr. 26 og þar er svefnpláss fyrir 6 manns. Hús nr. 18 er stærsta húsið okkar, það er um 80fm og svefnpláss þar er fyrir 9 manns.

Á Illugastöðum er sundlaug sem er eingöngu opin yfir sumartímann. Þjónustumiðstöðin er ekki opin.

Leikvöllur er á svæðinu með skemmtilegum leiktækjum fyrir börnin. Stutt er yfir í Vaglaskóg þar sem miklir möguleikar eru til gönguferða.

Komutími í hús er alltaf eftir kl.16:00.

Brottför úr húsi er fyrir kl. 12:00.

Ef leigja þarf lín eða handklæði skal panta það með a.m.k. sólarhringsfyrirvara í síma 462-6199 milli kl. 13:00 og 17:00 á virkum dögum eða senda á illugastadir@simnet.is

Við brottför á að þrífa húsið, gasgrillið, heita pottinn og fara með ALLT rusl, þ.m.t. dósir, flöskur, gler o.þ.h.

Mappa er í hverju húsi með öllum helstu upplýsingum/reglum varðandi húsin, orlofssvæðið o.fl. Vinsamlegast kynnið ykkur það við komu.

ATH !  Vetrarleiga; Mokstursdagar til Illugastaða um þjóðveg 1, eru mánudagar, miðvikudagar og föstudagar, en mokstri er hnikað til eftir veðri og færð.

Það er ekki snjómokstur á laugardögum á svæðinu. Vinsamlegast kynnið ykkur vertrarfærð áður en lagt er af stað, www.vegagerdin.is 

ATH !   Ekki er snjór mokaður (tröppur) heim að húsum, né pallurinn eða ofan af heitavatnspottinum. Snjóskófla á að vera upp við hvert hús.

Sjá nánar á heimasíðu orlofsbyggðarinnar