Eining-Iðja á samtals fjórtán orlofshús á Illugastöðum en nokkur þeirra eru leigð til annarra stéttarfélaga yfir sumarið í skiptum fyrir orlofshús annars staðar á landinu. Eitt af húsum félagsins er með betra aðgengi fyrir fólk með skerta hreyfigetu, hús nr. 26. Hús nr. 18 er stærsta húsið okkar, það er um 80fm og svefnpláss þar er fyrir 9 manns.

Á Illugastöðum er sundlaug sem er eingöngu opin yfir sumartímann. Þjónustumiðstöðin er ekki opin.

Leikvöllur er á svæðinu með skemmtilegum leiktækjum fyrir börnin. Stutt er yfir í Vaglaskóg þar sem miklir möguleikar eru til gönguferða.

Komutími í hús er alltaf eftir kl.16:00.

Brottför úr húsi er fyrir kl. 12:00.

Ef leigja þarf lín eða handklæði skal panta það með a.m.k. sólarhringsfyrirvara í síma 462-6199 milli kl. 13:00 og 17:00 á virkum dögum eða senda á illugastadir@simnet.is

Við brottför á að þrífa húsið, gasgrillið, heita pottinn og fara með ALLT rusl, þ.m.t. dósir, flöskur, gler o.þ.h.

Mappa er í hverju húsi með öllum helstu upplýsingum/reglum varðandi húsin, orlofssvæðið o.fl. Vinsamlegast kynnið ykkur það við komu.

ATH !  Vetrarleiga; Mokstursdagar til Illugastaða um þjóðveg 1, eru mánudagar, miðvikudagar og föstudagar, en mokstri er hnikað til eftir veðri og færð.

Það er ekki snjómokstur á laugardögum á svæðinu. Vinsamlegast kynnið ykkur vertrarfærð áður en lagt er af stað, www.vegagerdin.is 

ATH !   Ekki er snjór mokaður (tröppur) heim að húsum, né pallurinn eða ofan af heitavatnspottinum. Snjóskófla á að vera upp við hvert hús.

Sjá nánar á heimasíðu orlofsbyggðarinnar