Um er að ræða skiptihús við BHM. Eining-Iðja á 14 orlofshús á Illugastöðum og eru nokkur þeirra leigð til annarra stéttarfélaga yfir sumarið í skiptum fyrir orlofshús annars staðar á landinu.

Lýsing á húsi og svæði af vef BHM

Þetta hús er búið að endurnýja að innan. Í húsinu er forstofa og  stofa og eldhús í sama rými, baðherbergi með sturtu, herbergi með hjónarúmi 160x200. Á svefnlofti eru tvö rúm sem hægt er að færa saman, þau eru 80x200 og tvær dýnur 75x196. Útipallur er með útihúsgögnum og heitum potti. Hægt er að kaupa tímabundinn aðgang að sjónvarpsrásum (öðrum en RÚV), leiðbeiningar um það eru í húsinu. Frítt internet er í húsinu. Tuskur, klósettpappír, hreingerningarefni og hreingerningartól,  má finna í húsinu. Þvottavélar og þurrkarar eru staðsettar í þj.miðstöð. Einnig eru moppur, borðtuskur og viskustykki ef þarf. Ræstivörur, salernispappír, batterí, ljósaperur, auka barnarúm og barnastóll og fleira ef gestir þurfa.

Þrif

Þrifafyrirtækið Þvottur & Lín býður orlofsgestum að kaupa þrif í Brekkuskógi og einnig að leigja lín (rúmföt og handklæði). Orlofsgestir panta þrif sjálfir og greiða fyrir þau beint til þjónustuaðila.

Verð fyrir þrif fer eftir stærð húsa og stærð á A-húsi er 46fm.

Hægt er að fá upplýsingar um verð og panta þrif eða leigu á líni, með því að senda póst á netfangið panta@thvotturoglin.is eða hringja í síma 846-0845. Athugið að panta þarf þrif með a.m.k. tveggja sólahringa fyrirvara.

Ef ekki eru keypt þrif þá sjá orlofsgestir um að þrífa eftir sig sjálfir skv. leiðbeiningum í bústað. Allt sorp er flokkað; almennt heimilissorp, plast, pappi, lífrænt og dósir sem er síðan skilað í viðeigandi tunnur á móti þjónustumiðstöðinni.

Umsjón

Umsjónarmaður er á svæðinu alla virka daga frá kl. 8:00 til kl. 17:00. Vinsamlegast hringið ekki í umsjónarmann eftir kl. 17:00 á virkum dögum.

Securitas svarar eftir kl. 17:00 og um helgar og sinnir þá einungis brýnum erindum. Gefa þarf upp nafn og dvalarstað þegar Securitas svarar.

Aðrar upplýsingar