Félagið á fimm íbúðir í Álalind 2, um er að ræða fjórar fjögurra herbergja íbúðir (s.s. 3 svefnherbergi) (203, 204, 303 og 304) og eina þriggja herbergja íbúð (s.s. 2 svefnherbergi) (405). Sér bílastæði í bílakjallara fylgir hverri íbúð.
Íbúðirnar eru í 5 hæða fjölbýlishúsi sem stendur við Álalind 2 í austurhluta nýs íbúðahverfis, Glaðheima, í Kópavogi. 25 íbúðir eru í fjölbýlishúsinu og er bílageymsla undir því. Íbúðahverfið liggur austan megin við Reykjanesbraut og felst sérstaða þessa íbúðarsvæðis m.a. í því hversu miðsvæðis það er og í vaxandi svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins, Smáranum. Frábær staðsetning, stutt í stofnæðar höfuðborgarsvæðisins og Smáralind.
Þrif eru innifalin, en losa skal allt rusl, gler, dósir o.þ.h. og tæma uppþv.vélina.