Leita

Tímabil:
 
 
Stærð:
Vinsælar eignir Fleiri eignir >>
  • Álalind 2A - Íbúð 203 - 4ja herb.

  • Félagið á fimm íbúðir í Álalind 2, um er að ræða fjórar fjögurra herbergja íbúðir (s.s. 3 svefnherbergi) (203, 204, 303 og 304) og eina þriggja herbergja íbúð (s.s. 2 svefnherbergi) (405). Sér bílastæði í bílakjallara fylgir hverri íbúð.  Íbúðirnar eru í 5 hæða fjölbýlishúsi sem stendur við Álalind 2 í austurhluta nýs íbúðahverfis, Glaðheima, í Kópavogi. 25 íbúðir eru í fjölbýlishúsinu og er bílageymsla undir því. Íbúðahverfið liggur austan megin við Reykjanesbraut og felst sérstaða þessa íbúðarsvæðis m.a. í því hversu miðsvæðis það er og í vaxandi svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins, Smáranum. Frábær staðsetning, stutt í stofnæðar höfuðborgarsvæðisins og Smáralind.  Þrif eru innifalin, en losa skal allt rusl, gler, dósir o.þ.h. og tæma uppþv.vélina. Gengið er um inngang A í íbúð 203 og 303 Gengið er inn um inngang B í íbúð 204, 304 og 405 Leigjandi þarf ekki að þrífa íbúðina eftir leigutíma, en auðvitað þarf að skila henni full frágenginni og snyrtilegri Það þarf að flokka allt sorp og setja í þartilgerðar tunnur í bílageymslunni. ATH! Þegar sótt er um sumarúthlutun er einungis hægt að velja Höfuðborgarsvæðið, ekki einstaka íbúð.

  • Nánar >>
  • Ásholt 2 - 4. hæð - 4ja herb.

  • Félagið á tvær íbúðir í Ásholti 2 í Reykjavík. Önnur íbúðin sem félagið á er notuð sem sjúkraíbúð og er á 3. hæð. Hin íbúðin er á 4. hæð og er einstaklega glæsileg. Hún er fjögurra herbergja (s.s. 3 svefnherbergi) , 107 fermetrar að stærð.  Stærð á rúmum í 4ja herbergja íbúðinni : Hjónarúm 160 cm, koja (neðri 120 cm og efri 90 cm) 2* 90 cm rúm Gengið er inn í húsið frá Laugavegi, en ekið er inn í bílageymsluna úr Mjölnisholti. Leigjandi þarf ekki að þrífa íbúðina eftir leigutíma, en það þarf að skila henni hreinni og snyrtilegri.  Tæma uppþv.vélina, fara með ALLT rusl, dósir, flöskur o.þ.h. Það þarf að flokka allt sorp og setja í þar til gerðar tunnur í bílageymslunni. Það er stranglega bannað að henda rusli fram af svölunum, (t.d. nikotinpúðum, sígarettustubbum o.þ.h.)

  • Nánar >>
  • Flókalundur nr. 12 í Vatnsfirði

  • Líklega þekkja færri fegurð Vestfjarða af eigin raun en ýmissa annarra svæða á landinu - en fegurðin er ekki minni fyrir þá sök! Vatnsfjörður á Barðaströnd er fullur af sögu og þar er líka fagurt um að litast. Flókalundur í Vatnsfirði hefur um árabil verið meðal vinsælli sumardvalarstaða landsins. Barðaströndin er á „suðurströnd“ Vestfjarðakjálkans og þar er mjög veðursælt, gróðursælt og skjólgott. Fjölmargir áhugaverðir staðir eru í nágrenninu og má til dæmis nefna Látrabjarg og Rauðasand. Ótal tækifæri eru fyrir þá gesti sem njóta vilja náttúruskoðunar og þarna er líka sagan við hvert fótmál. Talið er að Hrafna-Flóki hafi dvalið í Vatnsfirði þegar hann gaf Íslandi nafn og þá meðal annars gengið upp á Lónfell. Þá er vert að benda á áhugaverðan valkost sem er að nota Breiðafjarðarferjuna Baldur en hún siglir milli Brjánslækjar í Vatnsfirði og Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Þarna eru því margir möguleikar á styttri og lengri ferðum fyrir dvalargesti í orlofshúsum. Orlofshús Einingar-Iðju í Flókalundi er 40 fermetrar að stærð. 2 svefnherbergi; dýnustærðir; 1x140cm og 1x110cm, 1x130cm og 1x90cm. Svefnpláss fyrir sex manns, sængur og koddar fyrir 6. Í Flókalundi er sundlaug með heitum pottum. Hún er eingöngu fyrir þá sem að dvelja í orlofsbyggðinni. Hver og einn ber ábyrgð á sér og sínum. Á Hótel Flókalundi er veitingastaður, N1 stöð og hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Talnalás er á húsinu. Upplýsingar eru á leigusamningi.

  • Nánar >>
  • Einarsstaðir á Héraði - hús 21

  • Í orlofshúsahverfinu Einarsstaðir á Héraði á Eining-Iðja fjögur hús. Tvö þeirra voru algjörlega endurnýjuð og stækkuð lítillega veturinn 2019-2020 og tvö veturinn 2020-2021. Þannig að frá og með sumrinu 2021 var búið að endurnýja öll húsin. Óhætt er að segja að húsin eru stórglæsileg. Eftir stækkun eru þau um 62 fermetrar að stærð með tveimur svefnherbergjum. Svefnpláss er fyrir 6 manns og sængur og koddar fyrir 6 manns. Borðbúnaður er fyrir 8 manns. Þeir sem áhuga hafa á að leigja hús á svæðinu yfir vetrartímann er bent á að hafa samband við staðarhaldara í síma 471 1734 en hann sér um að leigja út hús þar frá 1.okt. - 1.maí. Nettenging: 4G.  Talnalás er á húsunum. Upplýsingar eru á leigusamningi.

  • Nánar >>
  • Einarsstaðir á Héraði - hús 22

  • Í orlofshúsahverfinu Einarsstaðir á Héraði á Eining-Iðja fjögur hús. Tvö þeirra voru algjörlega endurnýjuð og stækkuð lítillega veturinn 2019-2020 og tvö veturinn 2020-2021. Þannig að frá og með sumrinu 2021 var búið að endurnýja öll húsin. Óhætt er að segja að húsin eru stórglæsileg. Eftir stækkun eru þau um 62 fermetrar að stærð með tveimur svefherbergjum. Svefnpláss er fyrir 6 manns og sængur og koddar fyrir 6 manns. Borðbúnaður er fyrir 8 manns. Þeir sem áhuga hafa á að leigja hús á svæðinu yfir vetrartímann er bent á að hafa samband við staðarhaldara í síma 471-1734, en hann sér um að leigja út hús þar frá 1.okt - 1.maí. Nettenging: 4G.  Talnalás er á húsunum. Upplýsingar eru á leigusamningi.

  • Nánar >>