Veiði og útilegukort.
Byggiðn býður félagsmönnum sínum veiðikortið og útilegukortið til sölu á niðurgreiddu verði.
Veiðikortið 2024 er selt til félagsmanna á 5.800 krónur. Á heimasíðu kortsins www.veidikortid.is má finna allar upplýsingar um hvar hægt er að nota kortið. Þar kemur m.a. fram að kortið veitir aðgang að meira en 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið.
Útilegukortið 2023 kostar til félagsmanna kr. 17.300. Á heimasíðu kortsins, www.utilegukortid.is er að finna allar upplýsingar um þau tjaldsvæði þar sem hægt er að nota kortið, en þau eru á fimmta tug og eru í öllum landshlutum. Ath! gistináttaskattur er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Kortin er hægt að nálgast í Miðasölu á orlofshúsasíðu Byggiðnar, www.byggidn.is
Athugið að panta kortin í tíma það tekur 2-3 daga að fá þau send.
Ferðaásvísunn.
Hægt er að kaupa ferðaávísunn á orlofsvef Byggiðnar, þar er hægt að sjá fjöldann allan af tilboðum frá hótelum víða um Ísland. Byggiðn niðurgreiðir verðið um 20% að vissu hámarki.
Ef þú kaupir t.d. fyrir 20.000 kr. og ferð á hótel sem kostar 15.000 kr. þá átt þú 5.000 kr inneign eftir, sem nýtist í næstu gistingu.