Umgengni
Umgengni lýsir innra manni og eru allir hvattir til að umgangast orlofshúsin með sóma. Ef eitthvað er athugavert við umgengni eða þrifnað húsanna við komu þá látið vita á skrifstofu félagsins.
Leigutaki þarf að sjá um að húsið sé vel þrifið við brottför. Ef frágangi eða annarri umgengni er ábótavant áskilur Byggiðn sér rétt til að innheimta sérstakt gjald af leigutaka fyrir þrif. Þrifgjald er kr. 25.000.
Ef um tjón eða skemmdir á húsbúnaði / eignum Byggiðnar er að ræða og kostnaður því samhliða, þá er gerð krafa um greiðslu á þeim skemmdum.
Reikningur fyrir þrifum og/eða skemmdum verður sendur félagsmanni og er gjaldfrestur reiknings 15 dagar. Sé reikningur ekki greiddur innan tiltekins frests verður reikningurinn sendur í innheimtu hjá lögfræðingi með tilheyrandi kostnaði.
Félagsmenn Byggiðnar fá að hámarki fulla inneign í orlofshúsakerfi Byggiðnar vegna viðurkendra kvartana á orlofshúsum/íbúðum Byggiðnar.