Um er að ræða glæsilegt 109 fermetra hús við Hulduland 1 með þremur svefnherbergjum. Heitur pottur er í húsinu og upphituð geymsla sem hentar vel fyrir skíði eða annan viðlegubúnað,
Eignin skiptist í forstofu, eldhús og stofu í opnu rými, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, snyrtingu, geymslu og pottrými.Forstofa er með flísar á gólfi þar er opið fatahengi.Snyrting inn af forstofu er með flísar á gólfi og hluta veggja, upphengdu salerni, góðri innréttingu í kringum vask með stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Eldhús og stofa eru í opnu rými. Þar eru flísar á gólfi og glæsilegt útsýni til norðurs, austurs og vesturs um stóra glugga. Eldhúsinnrétting er hvít, með stæði fyrir uppþvottavél, ísskáp og bakaraofn í vinnuhæð.Gott skápapláss er í eyju auk helluborðs og vasks. Stofa er mjög björt með stórum gluggum og útgengt er úr stofu út á steypta verönd til austurs. Svefnherbergi eru þrjú, með flísum á gólfi, opnum fataskápum.  Í barnaherbergjum eru tvö stök rúm og í hjónaherbergi hjónarúm.Á baðherbergi eru flísar á gólfi á veggjum eru plötur, sturta með glerskilrúmi, upphengt salerni og ágæt innrétting í kringum vask. Pottrými er með flísar á gólfi, góðri rennihurð út á steypta verönd en innangengt er í rýmið bæði af baðherbergi og úr eldhúsi/stofu. Geymsla er við hlið inngangs. Hún er með flísar á gólfi, upphituð og rúmgóð.Inntaksrými fyrir hús er í geymslu auk loftskiptibúnaðar.

 Skylt er að nota sængulín í öll rúm - Óheimilt er að vera með gæludýr í húsinu.

Leiga á líni:

Hægt er að leigja lín og handklæði í íbúðum okkar á Akureyri. Athugið þó að ekki er um uppábúin rúm að ræða.

Ef leigð eru fleiri sett í sömu pöntun fylgir lítið handklæði og baðmotta með
Pöntun skal senda á netfangið mundiafi@mundiafi.is 

Fram þarf að koma: